Joe Tillen snýr aftur á Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Joe Tillen og mun hann ganga aftur til liðs við þá vínrauðu og leika með liðinu í 1. deildinni á næsta ári.

Joe gekk í raðir Selfoss frá Fram árið 2011 og fór með liðinu upp úr 1. deildinni það árið. Hann fékk hins vegar fá tækifæri með Selfyssingum í Pepsi-deildinni árið 2012 og spilaði aðeins átta leiki með liðinu áður en hann samdi um samningsslit.

Þá gekk hann í raðir Vals um mitt sumar og lék tvo leiki með félaginu í Pepsi-deildinni. Valsmenn framlengdu ekki samninginn við Joe í lok tímabils og hefur hann verið án félags frá síðustu áramótum. Joe hefur verið í Englandi síðustu mánuði en mun flytja á Selfoss eftir áramót.

Joe hefur leikið 30 leiki fyrir Selfoss í deild og bikar og skorað í þeim fjögur mörk.

Fyrri greinBeitningaskúrinn opnaður upp á gátt
Næsta greinÓsáttur við vinnubrögð sjálfstæðismanna