Joe Tillen í Selfoss

Selfyssingar hafa samið við Josep Tillen um að leika með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar.

Joe Tillen er 25 ára gamall, bróðir Sam Tillen og hafa þeir bræður leikið með Fram í Pepsi-deildinni undanfarin ár. Joe spilaði 63 leiki í deild og bikar með Fram á síðustu þremur tímabilum og skoraði í þeim tíu mörk. Joe er vinstri fótar maður og getur leikið bæði sem bakvörður eða kantmaður.

Hann hætti hjá Fram í nóvember sl. og hefur æft með Valsmönnum síðan.

Joe verður í leikmannahópi Selfoss sem mætir KA í Lengjubikarnum á morgun á Akranesi.

Fyrri greinHörkukeppni framundan um helgina
Næsta greinStjórnvöld útskýri misvísandi upplýsingar