Jastrzembski leystur undan samningi

Chris Jastrzembski í síðasta leik sínum fyrir Selfoss, gegn Vestra á dögunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Varnarmaðurinn Chris Jastrzembski hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Selfoss. Leikmaðurinn óskaði eftir því að vera leystur undan samningi sínum við félagið af persónulegum ástæðum og félagið hefur orðið við þeirri beiðni.

Chris kom til Selfoss í vetur og lék 13 leiki í deild og bikar í sumar og skoraði eitt mark í þeim leikjum.

Í tilkynningu frá Selfyssingum er Jastrzembski þakkað kærlega fyrir dvölina á Selfossi og honum óskað góðs gengis í þeim verkefnum sem bíða hans í framtíðinni.

Fyrri greinNýir sviðsstjórar hjá Matvælastofnun
Næsta greinAukin rafleiðni í Jökulsá á Sólheimasandi