Jason Dagur framlengir samning sinn

Jason Dagur Þórisson. Ljósmynd/Selfoss

Jason Dagur Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.

Jason Dagur, sem er uppalinn Selfyssingur, spilar hægra horn og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki í ár og hefur verið lykilmaður í U-liði Selfoss í 2. deildinni.

„Eru þetta mjög svo góðar fréttir og verður spennandi að fylgjast með ungu og efnilegu liði meistaraflokks karla í Grill 66 deildinni á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinVerðmæti í heilsueflingu 60+
Næsta greinÍbúar Árborgar orðnir tólfþúsund talsins