Jan­us Daði til Þýska­lands

Selfyssingurinn Jan­us Daði Smára­son er bú­inn að skrifa und­ir tveggja ára samn­ing við þýska handknattleiksfé­lagið Göpp­ingen. Jan­us geng­ur form­lega í raðir þýska fé­lags­ins fyr­ir næsta tíma­bil.

Morgunblaðið greinir frá þessu en sam­kvæmt frétt á heimasíðu þýska fé­lags­ins hef­ur það lengi fylgst með Janusi sem hef­ur verið mik­il­væg­ur hlekk­ur hjá Ála­borg í Dan­mörku undanfarin ár.

„Ég er mjög glaður með að fá þetta tæki­færi og von­andi get ég hjálpað liðinu að ná Evr­óp­u­sæti,“ sagði Jan­us í sam­tali á heimasíðu fé­lags­ins.

Frétt mbl.is

Fyrri greinAnd­lát: Loft­ur Þor­steins­son
Næsta greinThelma og Svanhildur ráðnar á HSU