Janus Daði leysti málin á lokakaflanum

Janus Daði Smárason. Ljósmynd: HSÍ/Mummi Lú

Ísland vann annan sigur sinn á Evrópumótinu í handbolta þegar liðið mætti Hollandi í kvöld. Eftir æsispennandi leik urðu lokatölurnar 29-28.

Ísland hafði frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik og staðan var 15-13 í leikhléi. Í upphafi seinni hálfleiks náðu Íslendingarnir góðu forskoti, fimm marka mun, sem Hollendingarnir voru fljótir að vinna niður og lokakaflinn varð æsispennandi. Ísland náði naumlega að halda sjó, og var það helst fyrir tilstilli Janusar Daða Smárasonar, sem átti frábæra innkomu á lokakaflanum.

Ómar Ingi Magnússon var einn af bestu leikmönnum Íslands í kvöld með einkunnina 7,7 hjá HBStatz. Ómar var frábær í sókninni með 4 mörk úr 4 skotum, þar af þrjú af vítalínunni og hann var stoðsendingahæstur Íslendinga með 8 stoðsendingar. Sem fyrr segir leysti Janus Daði vandræði Íslands í sókninni undir lok leiks og sendi fimm stoðsendingar.

Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson skoruðu báðir 1 mark og voru með 100% skotnýtingu en Elvar var auk þess frábær í vörninni með 5 löglegar stöðvarnir. Teitur Einarsson var ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik riðlsins á þriðjudag og þá ræðst hvaða lið fara í milliriðla.

´

Fyrri greinSelfoss í toppsætið
Næsta greinMagnús J hlaut menntaverðlaunin