Jana Lind og Marín tvöfaldir Evrópumeistarar

Sunnlendingar eignuðust tvo tvöfalda Evrópumeistara þegar Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum fór fram í Bruck í Austurríki fyrr í mánuðinum.

Þær Jana Lind Ellertsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir, báðar úr HSK, sigruðu báðar bæði í Rangelen og backhold. Jana Lind keppti í -56 kg flokki og Marín í -80 kg flokki.

Í mótslok var Jana Lind svo valin besta fangbragðakonan, bæði í Ranglen og backhold.

Fyrri greinVelferð veitir þverfaglega ráðgjöf
Næsta greinÖlvaður ökumaður við Landmannahelli