Jana Lind lagði glímudrottninguna

Fertugasta og fjórða Bikarglíma Íslands fór fram 27. febrúar sl. í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík. HSK átti þrjá keppendur á mótinu sem gerðu sér lítið fyrir og hömpuðu samtals fjórum bikarmeistartitlum.

Jón Gunnþór Þorsteinsson sigraði í +80 kg flokki unglinga auk þess að hafna í öðru sæti í +90 kg flokki karla. Jana Lind Ellertsdóttir sigraði í -65 kg flokki kvenna þar sem hún lagði m.a. ríkjandi glímudrottningu Evu Dögg Jóhannsdóttir UÍA. Loks hampaði Marín Laufey Davíðsdóttir bæði bikarmeistartitli í +65 kg flokki kvenna og opnum flokki kvenna.

Einnig voru krýndir Íslandsmeistarar í glímu um helgina og átti HSK þar fjóra Íslandsmeistara

Guðni Elvar Björnsson varð Íslandsmeistari í +80 kg flokki unglinga og þar varð Jón Gunnþór Þorsteinsson þriðji. Jana Lind Ellertsdóttir varð Íslandsmeistari í -65 kg flokki kvenna og Guðrún Inga Helgadóttir varð önnur. Loks varð Marín Laufey Davíðsdóttir meistari í +65 kg flokki og opnum flokki kvenna.

Sannarlaga góður árangur hjá okkar fólki sem lofar góðu fyrir Íslandsglímuna sem fer fram 2. apríl í Reykjavík.

Fyrri greinFimmtán milljarðar króna í stækkun Búrfellsvirkjunar
Næsta greinHinir ótrúlegu sigruðu í Flóafárinu