Jaleesa og Ágúst best í fyrri hlutanum

Jaleesa Butler, Hamri, var valin besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna og Ágúst Björgvinsson besti þjálfarinn.

Úrvalslið karla og kvenna voru kynnt til sögunnar í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu.

Í úrvalsliði kvenna eru Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, KR og Jaleesa Butler, Hamri.

Enginn Hamarsmaður komst á blað í úrvalsliði karla.

Fyrri greinÖskubylur undir Eyjafjöllunum
Næsta greinFleiri konur í tveimur sveitarfélögum