Jafntefli í Víkinni

Selfyssingar og Víkingar skildu jafnir, 22-22, í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi.

Selfyssingar komust í 10-3 snemma í fyrri hálfleik en eftir það jafnaðist leikurinn. Selfyssingar léku góða vörn en áttu erfitt uppdráttar í sókninni. Staðan var 12-14 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var jafn en Selfyssingar leiddu 20-19 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Selfyssingar voru þá manni fleiri en fóru illa að ráði sínu og Víkingar komust yfir, 20-21. Bæði lið hefðu getað tekið öll stigin því Selfyssingar áttu dauðafæri þegar 30 sekúndur voru eftir en það fór forgörðum, Víkingar brunuðu í sókn en Helgi Hlynsson varði frá þeim og tryggði Selfyssingum annað stigið.

Atli Kristinsson skoraði sex mörk fyrir Selfoss, Eyþór Lárusson fjögur, Guðni Ingvarsson, Hörður Bjarnarson og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu allir þrjú mörk og þeir Eyvindur Gunnarsson, Ómar Helgason og Magnús Magnússon skoruðu allir eitt mark.

Helgi Hlynsson varði 14 skot, fékk á sig 22 mörk og var með 39% markvörslu.

Fyrri greinBílvelta á Þingvallavegi
Næsta greinJólasýningin opnuð í Húsinu