Jafntefli í toppslag

Árborg og Þróttur Vogum skildu jöfn, 1-1, í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Árborgarar voru sterkari í fyrri hálfleik og Guðmundur Garðar Sigfússon kom þeim yfir á 33. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Gestirnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og jöfnuðu á 66. mínútu eftir klaufagang í vörn Árborgar. Undir lokin voru Árborgarar líklegri til að krækja í sigurinn en þeir fengu þrjú álitleg færi á síðustu tíu mínútunum.

Árborg og Þróttur eru efst og jöfn í riðlinum með 7 stig en Þróttarar eiga leik til góða gegn botnliði Hvíta riddarans.