Jafntefli í toppbaráttunni

Agnes Sigurðardóttir skoraði sex mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss og FH skildu jöfn, 18-18, í toppslag Grill 66 deildar kvenna í handbolta á Selfossi í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og eins og tölurnar sýna var varnarleikurinn í hávegum hafður. FH byrjaði betur en Selfoss náði að jafna leikinn og komast yfir fyrir hálfleik, 11-10. Það var lítið var skorað í seinni hálfleik en Selfyssingar náðu að jafna rétt fyrir leikslok. FH átti síðustu sóknina en Henriette Østergård varði síðasta skot leiksins.

Agnes Sigurðardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Tinna Traustadóttir og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu báðar 4 mörk, Katla María Magnúsdóttir 3 og þær Rakel Guðjónsdóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hvor.

Henriette Østergård varði 11 skot í marki Selfoss og var með 39% markvörslu.

Eftir leiki dagsins er Selfoss í 3. sæti deildarinnar með 13 stig og FH í 2. sætinu með jafn mörg stig.

Fyrri greinSpáin versnar: Appelsínugul viðvörun í kvöld
Næsta greinÞór Llorens áfram á Selfossi