Jafntefli í Þorlákshöfn

Miroslav Babic kom Ægismönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og KFG skildu jöfn í 3. deild karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli í kvöld, 1-1.

Miroslav Babic kom Ægismönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. 

Sóknir KFG þyngdust nokkuð þegar leið á seinni hálfleikinn og þeir uppskáru jöfnunarmark á 67. mínútu eftir slæm mistök í vörn Ægis. Bæði lið fengu færi á lokakaflanum en tókst ekki að bæta við mörkum og lokatölur urðu 1-1.

Ægir er nú í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, eins og KFG sem er í 5. sætinu en Garðbæingar hafa betri markatölu.

Fyrri greinBoða rekstaraðila til viðræðna um lágvöruverslun á Flúðum
Næsta greinSunnlensku liðin töpuðu