Jafntefli í rokinu á Hvolsvelli

Ævar Már Viktorsson skoraði fyrir KFR í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR og Kormákur/Hvöt skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu á Hvolsvelli í dag.

Veðrið hafði mikil áhrif á gæði knattspyrnunnar í dag en gul viðvörun var á Suðurlandi og stífur hliðarvindur kom í veg fyrir að liðin næðu að sýna sitt rétta andlit. Þó sáust ágætar sóknir á báða bóga en það voru gestirnir sem fengu betri færi í markalausum fyrri hálfleik.

Rangæingar voru fyrri til að skora og þar var á ferðinni Ævar Már Viktorsson á 68. mínútu. Forysta Rangæinga hélt þó ekki nema í fjórar mínútur því Kormákur/Hvöt jafnaði með sjálfsmarki Rangæinga.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiptu með sér stigunum. 

Fyrri greinKeppt í rafmagnshjólaflokki í KIA Gullhringnum
Næsta greinRangæingar í sviðsljósinu