Jafntefli í lokaumferðinni

Selfoss gerði 2-2 jafntefli við topplið Fylkis í lokaumferð B-deildar Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Fylkir komst yfir á 23. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik en Selfoss komst yfir á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Guðmunda Óladóttir jafnaði metin á þriðju mínútu seinni hálfleiks og tíu mínútum síðar kom Eva Lind Elíasdóttir Selfyssingum í 2-1.

Forysta Selfoss varði þó aðeins í tíu mínútur því Fylkir jafnaði metin á 68. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

Fylkisliðið hafði tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn og var jafnteflið í kvöld fyrstu stigin sem Fylkiskonur töpuðu í mótinu. Selfoss er í 2. sæti deildarinnar en KR gæti komið sér upp í 2. sætið með sigri á Þrótti á morgun.

Fyrri greinKirkjubær endurbyggður
Næsta greinSöluferli Ræktó gengur hægt