Jafntefli í hörkuleik á Nesinu

Katla María Magnúsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss lyfti sér upp í 2. sætið í Grill 66 deild kvenna í dag með því að gera 22-22 jafntefli í toppslag gegn Gróttu á útivelli á Seltjarnarnesi.

Staðan var 13-13 í hálfleik. Lokamínúturnar voru spennandi og komst Grótta í 22-21 þegar um innan við 2 mínútur voru eftir af leiknum. Selfoss náði að jafna leikinn en Grótta náði ekki að nýta síðustu sóknina og leiktímann rann út í sandinn. Lokatölur 22-22.

Selfoss er með 14 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram-U en Grótta er í 4. sæti með 13 stig.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Tinna Traustadóttir skoraði 5, Agnes Sigurðardóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2 og Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Henriette Östergard varði 10/1 skot í marki Selfoss og var með 31% markvörslu.

Fyrri greinHver tapleikur er skóli fyrir strákana
Næsta greinViktor Pétur sýnir grasagrafíkverk á Stokkseyri