Jafntefli í fyrsta leik

Selfyssingar gerðu jafntefli við Val þegar liðin mættust í fyrsta umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld. Lokatölur voru 2-2.

Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum yfir á 33. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Eva Lind Elíasdóttir, 0-2 í hálfleik.

Valur sótti meira allan leikinn en sóknir liðsins báru ekki ávöxt fyrr en á 65. mínútu þegar Dóra María Lárusdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Ólína G. Viðarsdóttir jafnaði svo þegar korter var eftir af leiknum og þar við sat.