Jafntefli í fjórum skákum

Sarasadat Khademalsharieh vann góðan sigur í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Spennan minnkar ekkert í toppbaráttunni á heimsmeistaramóti Skákfélags Selfoss og nágrennis eftir sjöttu umferðina, sem tefld var á Hótel Selfossi í dag.

Jafntefli varð í öllum skákum dagsins nema í viðureign Mikhail Antipov og Sarasadat Khademalsharieh. Khademalsharieh vann þar góðan sigur og nálgast efstu menn.

Helgi Áss Grétarsson og Semyon Lomasov gerðu jafntefli og sama niðurstaða varð hjá Ahmed Adly og Rafael Leitão. Dinara Saduakassova og Héðinn Steingrímsson skildu jöfn og það gerðu líka Hannes Hlífar Stefánsson og Sergei Zhigalko.

Adly og Lomasov eru efstir og jafnir með fjóra vinninga en Antipov og Hannes Hlífar eru skammt undan með 3,5 vinninga.

Staðan á heimsmeistaramótinu eftir sex umferðir:
Ahmed Adly 4,0 v.
Semyon Lomasov 4,0 v.
Mikhail Antipov 3,5 v.
Hannes Hlífar Stefánsson 3,5 v.
Rafael Leitão 3,0 v.
Sarasadat Khademalsharieh 3,0 v.
Sergei Zhigalko 2,5 v.
Dinara Saduakassova 2,5 v.
Helgi Áss Grétarsson 2,0 v.
Héðinn Steingrímsson 2,0 v.

Sjöunda umferðin verður tefld á miðvikudaginn kl. 17:00 og þar verða nokkrar spennandi skákir, meðal annars viðureign Rússanna Lomasov og Antipov.

Fyrri grein34 stöðvaðir eftir hraðakstur
Næsta greinLögreglumaður fauk 200 metra