Jafntefli í Egilshöll

Kvennalið Selfoss gerði 1-1 jafntefli við Þrótt í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld.

Andrea Ýr Gústavsdóttir kom Selfyssingum yfir strax á 3. mínútu leiksins og staðan var 1-0 allt þar til sjö mínútur voru eftir af leiknum þegar Margrét María Hólmarsdóttir jafnaði metin fyrir Þrótt.

Selfyssingar misstu þar með af möguleikanum á sigri í deildinni. Möguleikinn var reyndar langsóttur en Selfoss hefði getað jafnað Fylki að stigum með því að vinna tvo síðustu leikina. Markahlutfall Fylkis er hins vegar 20 mörk í plús en liðin mætast á Selfossvelli á föstudagskvöld í lokaumferð deildarinnar.

Fyrri greinStefna að opnun í maí
Næsta greinVilja vandræðagróðurinn burt