Jafntefli á Akureyri

Selfoss gerði jafntefli á útivelli við KA/Þór í Olís deild kvenna í handbolta í gær. Lokatölur voru 27-27.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og höfðu fjögurra marka forystu í leikhléi, 12-16. Norðankonur skelltu hins vegar í lás í seinni hálfleik og unnu upp forskot Selfyssinganna.

Carmen Palamariu var markahæst Selfyssinga með sex mörk, Kara Rún Árnadóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu allar fimm mörk, Hildur Öder Einarsdóttir þrjú, Þuríður Guðjónsdóttir tvö og Thelma Sif Kristjánsdóttir eitt.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Selfyssingum því liðið fær Val í heimsókn annað kvöld og á laugardaginn fara Selfyssingar til Vestmannaeyja og leika gegn ÍBV.

Fyrri greinHlaupið nær líklega hámarki í dag
Næsta greinÞórsarar komnir í undanúrslit