Jafnt í toppslagnum í Þorlákshöfn

Ægismenn fagna. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Elliði skildu jöfn í toppslag D-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en gestirnir komust yfir á 68. mínútu. Goran Potkozarac jafnaði fyrir Ægi tíu mínútum síðar og fleiri urðu mörkin ekki í þessum hörkuleik þar sem fjórtán gulum spjöldum var veifað, sjö á hvort lið.

Ægir og Elliði eru því áfram jöfn að stigum, 14 stig að loknum sex umferðum. Ægir hefur betra markahlutfall og heldur því toppsætinu í riðlinum áfram.

Fyrri greinJómfrúrferð Herjólfs IV í Landeyjahöfn
Næsta greinLiðtækur harmónikkuleikari sem kann alla fána heimsins utanað