Jafnt í toppslagnum

Dimitrije Cokic skoraði mark Ægismanna í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir heimsótti Hauka í 2. deild karla í knattspyrnu á Ásvelli í Hafnarfirði í kvöld. Liðin voru bæði með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Þetta var hörkuleikur en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora. Þeir komust yfir á 35. mínútu en Dimitrije Cokic var fljótur að kvitta fyrir það og jafnaði metin fyrir Ægi fjórum mínútum síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þær urðu reyndar lokatölur leiksins þrátt fyrir ágæt tilþrif frá báðum liðum í seinni hálfleiknum.

Ægir og Haukar eru áfram í efstu sætum deildarinnar, nú með 7 stig, en úrslitin í kvöld þýða að Selfyssingar munu sitja einir á toppnum nái þeir að sigra KFA á Selfossvelli kl. 14 á morgun.

Fyrri greinÍbúakosningunni frestað
Næsta greinGervigrasvöllur í Hveragerði boðinn út