Jafnt í toppslagnum

Helgi Valur Smárason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR og Kría skildu jöfn á Hvolsvelli í kvöld í toppbaráttu 5. deildar karla í knattspyrnu.

Kría komst yfir á 15. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Bæði lið áttu fínar sóknir í seinni hálfleiknum og Helga Val Smárasyni tókst að jafna metin fyrir KFR á 81. mínútu. Krían sótti stíft að marki KFR undir lok leiks en Tumi Snær Tómasson, markvörður KFR, kórónaði góðan leik sinn í kvöld með frábærri vörslu á lokakaflanum og tryggði KFR stigið.

Staðan í B-riðlinum er þannig að Kría er í efsta sætinu með 22 stig og KFR er í 2. sæti með 19 stig, en Spyrnir sem er í 3. sæti með 17 stig á leik til góða á KFR.

Fyrri greinLestir og brestir í Strandarkirkju
Næsta greinÖryggi og velferð í Uppsveitum