Jafnt í Garðabænum

Ægir og KFG skildu jöfn á gervigrasinu í Garðabæ í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag, 1-1.

Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn og það var ekki fyrr en á 70. mínútu að Milan Djurovic braut ísinn fyrir Ægi.

Þorlákshafnarliðið hafði forystuna í fimm mínútur en þá jöfnuðu heimamenn og lokatölur urðu 1-1.