Jafnt í einvígi Hamars og Vestra

Jose Aldana skoraði 23 stig fyrir Hamar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Hamar fór vestur á firði í dag og mætti Vestra í öðrum leiknum í einvíginu um sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta. Það er skemmst frá því að segja að Vestri sigraði 89-77.

Vestramenn voru sterkari í fyrri hálfleik og lögðu þar grunninn að sigrinum. Staðan var 49-34 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var hnífjafn, þannig að Hamri tókst ekki að brúa bilið.

Jose Aldana var allt í öllu hjá Hamri með 23 stig, 9 stoðsendingar, 7 fráköst og 6 stolna bolta.

Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin mætast í þriðja leiknum í Hveragerði á þriðjudagskvöld.

Tölfræði Hamars: Jose Aldana 23/7 fráköst/9 stoðsendingar/6 stolnir, Ruud Lutterman 13/8 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 10/5 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 10/8 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 10/4 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 6, Maciek Klimaszewski 5.

Fyrri greinSelfoss á toppnum þrátt fyrir fyrsta tapið
Næsta greinGöngumenn í hrakningum á Fimmvörðuhálsi