Jafnt hjá Selfossi og HK

Selfoss og HK gerðu jafntefli í 2. umferð Ragnarsmóts karla í handbolta í Vallaskóla í kvöld, 28-28. Staðan í hálfleik var 14-15, HK í vil.

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Teitur Örn Einarsson skoraði 6, Einar Sverrisson 5, Hergeir Grímsson 4, Árni Geir Hilmarsson og Haukur Þrastarson 2 og þeir Sverrir Pálsson og Alexander Egan skoruðu sitt markið hvor.

Í hinum leik kvöldsins sigraði Fjölnir ÍR 34-31. Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur hjá Fjölni með 13 mörk en Sturla Ásgeirsson skoraði 8 fyrir ÍR.

Lokaumferð mótsins fer fram á morgun en þá mætast HK og Fjölnir kl. 14:00 og Selfoss og ÍR kl. 16:00.

Fyrri greinHamar vann toppliðið – Stokkseyri fékk skell
Næsta greinVilja að Árborg stofni ungbarnaleikskóla