Jafnt hjá Ægi og Tindastól

Þorkell Þráinsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir náði í gott stig í 3. deild karla í knattspyrnu í dag þegar Tindastóll frá Sauðárkróki kom í heimsókn á Þorlákshafnarvöll.

Viktor Kjærnested kom Ægi yfir á 34. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Tindastóll jafnaði metin um miðjan seinni hálfleikinn og þrátt fyrir ágæt tilþrif beggja liða urðu mörkin ekki fleiri.

Ægir er nú í 8. sæti deildarinnar með 7 stig en Tindastóll er í 3. sæti með 11 stig.

Fyrri greinÞrjú rauð og þrjú víti í uppgjöri gegn Skautafélaginu
Næsta greinDrengur í sjálfheldu við Uxafótarlæk