Frjálsíþróttamaðurinn Ívar Ylur Birkisson, Íþróttafélaginu Dímon, var á dögunum útnefndur Íþróttamaður Rangárþings eystra 2025. Verðlaunin voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni.
Ívar Ylur hefur átt gríðarlega góðu gengi að fagna í frjálsum íþróttum síðustu misserin og ber þar hæst glæstur árangur hans í grindarhlaupum, spretthlaupum og hástökki. Hann æfði unglingalandsliði frjálsíþróttasambandsins og keppti meðal annars á Norðurlandameistaramóti U20 ára í 100 metra grindahlaupi og hástökki. Hann hampaði einnig fjórum Íslandsmeistaratitlum á síðasta ári.
Auk Ívars Yls voru tilnefndir þeir Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, Hans Þór Hilmarsson, Hestamannafélaginu Geysi, Helgi Valur Smárason, Knattspyrnufélagi Rangæinga og Rúnar Helgi Sigmarsson, Skotíþróttafélaginu Skyttum.

