Ívar Ylur íþróttamaður Rangárþings eystra 2025

Ívar Ylur með verðlaun sín á Kjötsúpuhátíðinni. Ljósmynd/hvolsvollur.is

Frjálsíþróttamaðurinn Ívar Ylur Birkisson, Íþróttafélaginu Dímon, var á dögunum útnefndur Íþróttamaður Rangárþings eystra 2025. Verðlaunin voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni.

Ívar Ylur hefur átt gríðarlega góðu gengi að fagna í frjálsum íþróttum síðustu misserin og ber þar hæst glæstur árangur hans í grindarhlaupum, spretthlaupum og hástökki. Hann æfði unglingalandsliði frjálsíþróttasambandsins og keppti meðal annars á Norðurlandameistaramóti U20 ára í 100 metra grindahlaupi og hástökki. Hann hampaði einnig fjórum Íslandsmeistaratitlum á síðasta ári.

Auk Ívars Yls voru tilnefndir þeir Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, Hans Þór Hilmarsson, Hestamannafélaginu Geysi, Helgi Valur Smárason, Knattspyrnufélagi Rangæinga og Rúnar Helgi Sigmarsson, Skotíþróttafélaginu Skyttum.

Íþróttamennirnir sem tilnefndir voru eða fulltrúar þeirra við verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/hvolsvollur.is
Fyrri greinStokkseyringar fá saunaklefa
Næsta greinEldur í blokk á Selfossi