Ívar sigraði í Jósepsdal

Ívar Guðmundsson frá Selfossi sigraði örugglega í götubílaflokki í Poulsen torfærunni sem fram fór í Jósepsdal í Ölfusi í dag.

Ívar fékk 1.597 stig og var 327 stigum á undan næsta manni. Eðvald Orri Guðmundsson varð í 4. sæti í götubílaflokknum á Pjakknum með 1.090 stig. Eftir keppnina í dag er Ívar efstur í stigakeppni Íslandsmótsins ásamt Steingrími Bjarnasyni með 30 stig.

Í sérútbúnum götubílaflokki varð Sigfús Gunnar Benediktsson í 2. sæti á Snáðanum og Helgi Gunnarsson varð í 3. sæti í sérútbúna flokknum á Gærunni, skammt á undan Benedikt Sigfússyni sem varð fjórði á Hlunknum. Þriðja sætið dugði Helga til þess að taka forystu á Íslandsmótinu í sérútbúna flokknum.

Það var Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem hélt keppnina, en helmingur ágóðans af henni rann beint til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en þetta er í þriðja skiptið sem að AÍFS hefur þennan háttinn á.

Úrslit í Poulsen torfærunni:

Götubílaflokkur:
Ívar Guðmundsson, Kölski, 1.597 stig
Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 1.270 stig
Sævar Már Gunnarsson, Bruce Willis, 1.239 stig
Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 1.090 stig.

Sérútbúnir götubílar:
Jón Vilberg Gunnarsson, Snáðinn, 1.253 stig.
Sigfús Gunnar Benediktsson, Snáðinn, 713 stig.
Aron Ingi Svansson, Zombie, 360 stig.

Sérútbúinn flokkur:
Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 1.331 stig.
Valdimar Jón Sveinsson, Crash Hard, 1.297 stig.
Helgi Gunnarsson, Gæran, 1.240 stig.
Benedikt Helgi Sigfússon, Hlunkurinn, 1.140 stig.
Gísli Sighvatsson, Kubbur, 1.039 stig.
Svanur Örn Tómasson, Insane, 1.036 stig.
Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 834 stig.
Haukur Einarsson, Komatsu, 688 stig.
Hafsteinn Þorvaldsson, Torfan, 676 stig.
Jóhann Birgir Magnússon, Frosti, 546 stig.
Daníel G. Ingimundarson, Green Thunder, 420 stig.

Staðan í Íslandsmótinu að loknum tveimur umferðum:

Götubílaflokkur:
Ívar Guðmundsson 30 stig
Steingrímur Bjarnason 30 stig
Sævar Már Gunnarsson 24 stig
Stefán Bjarnhéðinsson 20 stig
Eðvald Orri Guðmundsson 18 stig.

Sérútbúnir götubílar:
Jón Vilberg Gunnarsson 40 stig.
Sigfús Gunnar Benediktsson 27 stig.
Bjarki Reynisson 15 stig.
Aron Ingi Svansson 12 stig.

Sérútbúinn flokkur:
Helgi Gunnarsson 27 stig.
Elmar Jón Guðmundsson 26 stig.
Snorri Þór Árnason 20 stig.
Valdimar Jón Sveinsson 17 stig.
Guðbjörn Grímsson 12 stig.
Benedikt Helgi Sigfússon 10 stig.
Guðni Grímsson 10 stig.
Svanur Örn Tómasson 9 stig.
Daníel G. Ingimundarson 8 stig.
Gísli Sighvatsson 8 stig.
Ingólfur Guðvarðarson 5 stig.
Aron Ingi Svansson 4 stig.
Haukur Einarsson 3 stig.
Hafsteinn Þorvaldsson 2 stig.
Jóhann Birgir Magnússon 1 stig.

Fyrri greinNorðurlandameistarar heiðraðir
Næsta greinGrýlupottahlaup 5/2014 – Úrslit