Ívar missti af sigrinum í lokin

Selfyssingurinn Ívar Guðmundsson á Kölska varð í 2. sæti í götubílaflokki í Skipalyftutorfærunni sem fram fór í Vestmannaeyjum á laugardag.

Keppnin í Eyjum var jöfn og spennandi. Ívar hafði forystuna í götubílaflokknum lengst af keppninni en hik í síðustu brautinni kostaði hann sigurinn.

Eðvald Orri Guðmundsson varð í 5. sæti í götubílaflokknum á SilverPower, í sinni fyrstu keppni á ferlinum og var hann ánægður með daginn sem gekk stóráfallalaust fyrir sig, fyrir utan einn brotinn öxul.

Sunnlendingunum gekk ekki eins vel að klífa brekkurnar, og stigatöfluna í sérútbúna flokknum. Hvergerðingurinn Snorri Þór Árnason varð þó í 3. sæti sem er frábær árangur í fyrstu keppni. Nokkru neðar voru Haukur Þorvaldsson í 8. sæti, Benedikt Sigfússon í 9. og Hafsteinn Þorvaldsson rak lestina í 15. sæti en Hafsteinn byrjaði á að velta í fyrstu braut og komst ekki í rétta gírinn eftir það.

Næsta keppni verður í Jósepsdal sunnudaginn 26. maí.

Lokaúrslit í sérútbúnum
1. Ólafur Bragi Jónsson 1508
2. Ingólfur Guðvarðarson 1479
3. Snorri Þór Árnason 1404
4. Gestur Ingólfsson 1394
5. Þór Þormar Pálsson 1356
6. Guðbjörn Grímsson 1355
7. Guðlaugur S. Helgason 1309
8. Haukur Þorvaldsson 1260
9. Benedikt H. Sigfússon 1128
10. Eyjólfur Skúlason 1087
11. Daníel G. Ingimundarsson 1068
12. Ragnar Svansson 1004
13. Magnús Sigurðsson 939
14. Helgi Gunnarsson 903
15. Hafsteinn Þorvaldsson 840

Lokaúrslit í götubílum
1.sæti Jón Vilberg Gunnarsson 1840 stig
2.sæti Ívar Guðmundss. 1672 stig
3.sæti Steingrímur Bjarnason 1644 stig
4.sæti Sævar Már Gunnarsson 1491 stig
5.sæti Eðvald Orri Guðmundsson 1306 stig
6.sæti Sveinbjörn Reynisson 350 stig

Fyrri greinÖruggt hjá Selfyssingum – KFR úr leik
Næsta grein„Ég var fenginn hingað til að skora“