Ívan Breki framlengir til þriggja ára

Ívan Breki Sigurðsson. Ljósmynd/UMFS

Hinn ungi og bráðefnilegi Ívan Breki Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Ívan, sem er 18 ára gamall frá Krossi í Landeyjum, æfði og lék með Knattspyrnufélagi Rangæinga upp yngri flokkana og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 16 ára gamall með KFR. Hann hefur leikið 19 meistaraflokksleiki með KFR og hann steig síðan sín fyrstu skref með meistaraflokki Selfoss í Lengjudeildinni síðasta sumar, þegar hann samtals tólf leiki í deild og bikar.

Á undirbúningstímabilinu í ár hefur Ívan leikið afar stórt hlutverk og byrjað nær alla leiki í hægri bakvarðarstöðunni.

Fyrri greinByssusýning Veiðisafnsins um helgina
Næsta greinLandsmet og HSK met sett á héraðsmóti