Íþróttaæfingar barna og unglinga hefjast 23. mars

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í ljósi nýrra tilmæla sem bárust frá ÍSÍ í gærkvöldi hefur verið tekin ákvörðun um að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og unglingum á leik- og grunnskólaaldri hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi mánudaginn 23. mars.

Eru þessi tilmæli byggð á samskiptum íþróttahreyfingarinnar við landlækni, sóttvarnarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningu frá Ungmennafélagi Selfossi segir að aðstæður breytist fljótt þessa dagana og þess vegna sé erfitt að segja hvernig næstu vikur líta út en forsvarsmenn félagsins og deilda þess vinna hörðum höndum að því að halda þjónustu félagsins gangandi meðan samkomubannið er í gildi.

Þjálfarar deilda innan Umf. Selfoss munu leggja sig fram við að búa til krefjandi en skemmtilegar heimaæfingar fyrir yngri iðkendur og vera í beinu sambandi við þá í gegnum Sideline eða aðrar samskiptaleiðir sem notaðar eru innan félagsins.

Fyrri greinPróflaus ökumaður stöðvaður tvisvar í síðustu viku
Næsta grein„Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“