Ísold Assa Íslandsmeistari í sjöþraut stúlkna

Ísold Assa í langstökki á mótinu á Akureyri um helgina. Ljósmynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir

Ísold Assa Guðmundsdóttir, Umf. Selfoss, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sjöþraut í flokki 16-17 ára stúlkna á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi.

Ísold Assa bætti sig í þrautinni og hlaut 3.156 stig. Hún vann sex af sjö keppnisgreinum og bætti sinn besta árangur í kúluvarpi, þar sem hún kastaði 11,50 m og í 100 m grindahlaupi, sem hún hljóp á 18,67 sek.

Fyrri greinHjálmar útnefndur sveitarlistamaður Rangárþings eystra
Næsta greinHlaup hafið í Skaftá