Íslandsmótið í póker hafið

Íslandsmótið í póker hófst kl. 17 í dag á Hótel Örk í Hveragerði. Alls er 201 leikmaður skráður á Íslandsmótið, nokkuð færri en í fyrra, en þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið.

Þátttökugjaldið er 60.000 krónur og hafa flestir leikmenn unnið sig inn í undankeppnum en aðrir kaupa sig beint inn.

Mótinu lýkur hins vegar ekki um helgina því spilað verður þangað til 9 leikmenn eru eftir og lýkur mótinu laugardaginn 12. nóvember kl 14:00.

Pókervefurinn 52.is er með beina textalýsingu frá Íslandsmótinu í póker. Sunnlenska.is mun einnig fylgjast með sunnlensku spilurunum á mótinu.