Íslandsmet í 60 m grindahlaupi og þrjú HSK met sett

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um síðustu helgi. Krakkar af sambandssvæði HSK fjölmenntu og stóðu sig mjög vel og unnu til fjölda verðlauna.

Mikið metaregn var á mótinu og settu þau eitt Íslandsmet, þrjú HSK met og fjöldan allan af persónulegum metum.

Hæst bar Íslandsmet Hákons Birkirs Grétarssonar frá Selfossi í 12 ára flokki í 60 m grindahlaupi. Hann hljóp á 10,08 sek. og bætti metið um 0,03 sek. Þá stórbætti hann HSK metið í þessum flokki, en gamla metið var 12,09 sek. Þetta er því bæting á meti um heilar 2 sekúndur, sem er mjög mikið í svo stuttu hlaupi. Hákon setti auk þess HSK met í kúluvarpi í 12 ára flokki. Hann bætti metið um16 sentimetra þegar hann kastaði kúlunni 10,75 metra.

Sigrún Tinna Björnsdóttir Selfossi bætti HSK metið í 11 ára ára flokki í 600 m hlaupi um 1 sekúndu. Hún hljóp á 1:58,61 mín.

Heildarúrslit mótsins er hægt að skoða á vef FRÍ.

Fyrri greinÆtla að byggja hót­el og heilsu­lind í Hvera­döl­um
Næsta greinKalli úr opnar netverslun