Íslandsmeistarar og landsliðsfólk heiðrað

Ljósmynd/Hrunamannahreppur

Hrunamannahreppur veitti viðurkenningar á 17. júní til íþróttafólks í sveitarfélaginu sem skaraði fram úr árið 2018 með því að landa Íslandsmeistaratitli eða vera valin í landslið.

Sex Íslandsmeistarar voru verðlaunaðir en það voru þau Ásdís Mjöll Benediktsdóttir, Íslandsmeistari í 4×100 m boðhlaupi í 12 ára flokki, Eyrún Hjálmarsdóttir, Íslandsmeistari í 4×100 m boðhlaupi í 13 ára flokki, Máni Snær Benediktsson, Íslandsmeistari 4×200 m boðhlaupi innanhúss í 16-17 ára flokki, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Íslandsmeistari í kringlukasti í 16-17 ára flokki, Ragnheiður Björk Einarsdóttir, Íslandsmeistari í körfubolta með meistaraflokki Hauka og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Íslandsmeistari í körfubolta með meistaraflokki Hauka.

Þær Ragnheiður Björk og Þórdís Jóna voru báðar valdar í U20 ára landslið Íslands í körfubolta en annað landsliðsfólk sem var heiðrað á 17. júní voru þau Una Bóel Jónsdóttir, U15 ára landslið í körfubolta og þeir Aron Ernir Ragnarsson og Eyþór Orri Árnason sem báði voru valdir í U15 ára landsliðið í körfubolta.

Fyrri greinHamar tapaði óvænt
Næsta greinVaxandi líkur á hlaupi í Múlakvísl