Íslandsglíman í dag

Þrjár sunnlenskar glímukonur taka þátt í Íslandsglímunni 2011 sem fram fer í dag í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.

Keppendur HSK á mótinu eru Hugrún Geirsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Brynhildur H. Sigurjónsdóttir.

Á Íslandsglímunni keppa konur um Freyjumenið en karlarnir um hið margrómaða Grettisbelti.

Nítján keppendur eru skráðir í Íslandsglímuna að þessu sinni, 10 karlar og 9 konur. Keppni hefst kl. 16.