Íslandsbanki aðalstyrktaraðili fimleikanna

Jón R. Bjarnason, bankastjóri Íslandsbanka á Selfossi, handsalaði fyrir skömmu styrktarsamning við fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss.

Íslandsbanki hefur um árabil verið aðal styrktaraðili fimleikadeildarinnar og var samningurinn endurnýjaður í liðinni viku. Í fréttatilkynningu segir að slíkur samningur hafi mikið vægi fyrir deildina og eru styrktarsamningar ein forsenda þess að halda megi öflugu starfi deildarinnar úti.

Við sama tækifæri skrifuðu liðsmenn meistaraflokks Selfoss í hópfimleikum undir samning við félagið fram til vors. Mörg spennandi verkefni eru framundan í hópfimleikum en meistaraflokkur hefur m.a. unnið sér rétt til keppni á Norðurlandamóti fullorðina sem haldið verður í Vodafonehöllinni í nóvember en á mótinu keppa tvö lið frá hverju landi í hverjum flokki og staðfestir þátttökuréttur fimleikadeildar Selfoss styrk deildarinnar.

Eftir áramótin hefst ný mótaröð FSÍ þar sem þau hafa öll metnað til að gera sitt besta til að Selfoss haldi áfram að vera í fremstu röð í hópfimleikum á Íslandi.

Fyrri greinÓvissustigi við Bárðarbungu aflýst
Næsta greinVerkfall hefur víðtæk áhrif á starfsemi HSu