Ísland-Króatía í beinni

Í kvöld fer stærsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fram á Laugardalsvellinum.

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss í knattspyrni ætla að bjóða öllum krökkum í brjálaða stemningu í félagsheimilinu Tíbrá á íþróttavellinum þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á stóra tjaldinu.

Húsið opnar kl. 18:30 og byrjar leikurinn kl. 19:00. Miðaverð er 1000 kr. en innifalið í miðaverði er Svali, popp og happdrættismiði sem dregið verður um í hálfleik. Meðal vinninga eru gamlar Selfosstreyjur áritaðar af atvinnumönnum frá Selfossi auk annara vinninga.

Viðburðurinn er hluti af fjáröflun vegna æfingaferðar stelpnanna en þær stefna á æfingabúðir á Spáni um páskana annað árið í röð.

Fyrri greinTöpuðu gegn Valsmönnum
Næsta greinNýtt ungmennaráð í Ölfusi