Ísland áfram í milliriðil

Guðmunda Brynja Óladóttir var í byrjunarliði U17 ára liðs Íslands í knattspyrnu sem lagði Ítali 5-1 í undankeppni EM í dag.

Ísland leiddi 3-1 í hálfleik en Guðmundu var skipt útaf á 49. mínútu. Hún komst ekki á blað í leiknum en hafði skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu.

Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðli fyrir næsta Evrópumeistaramót. Leikið verður í milliriðlum á vormánuðum 2011 en dregið verður í riðlana í nóvember nk.