Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, var valinn besta hægri skyttan á æfingamóti sem U17 ára landslið karla í handbolta tók þátt í í Lille í Frakklandi um helgina.
Þrír Selfyssingar voru í liðinu en auk Ísaks voru það þeir Reynir Freyr Sveinsson og Tryggvi Þórisson. Strákarnir stóðu sig allir gríðarlega vel en íslenska liðið gerði gott jafntefli við gríðarlega sterkt lið Frakka og voru óheppnir að tapa með einu marki gegn Króötum. Liðið vann svo Sviss í þriðja leik mótsins.
Úrslit leikja:
Ísland 27-27 Frakkland
Ísak 5 mörk, Reynir og Tryggvi eitt mark hvor.
Ísland 23-24 Króatía
Ísak 3 mörk og Tryggvi eitt mark.
Ísland 28-25 Sviss
Tryggvi 3 mörk og Ísak eitt mark.