Ísak framlengir samning við Selfoss

Ísak Gústafsson. Ljósmynd/Árni Þór

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Ísak Gústafsson, hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.

Þessi 17 ára örvhenta skytta er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss. Ísak varð Íslandsmeistari með 3. flokki tímabilið 2017-2018 og lék sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki tímabilið 2018-19 þar sem Selfyssingar urðu einnig Íslandsmeistarar.

Ísak hefur leikið með öllum yngri landsliðum og mun leika en stærra hlutverk í meistaraflokki á náinni framtíð, segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinGlæsileg jólahús í Árborg
Næsta greinFSu úr leik í Gettu betur