Ingvar gaf Rashford föðurleg ráð

„Ég hafði ekki hugmynd við hvern ég var að tala. Mundi bara fornafnið og að hann væri frá Manchester þegar ég kom upp á hótel og googlaði hann,“ sagði Rangæingurinn Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingastjóri og starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, við Fótbolta.net í dag

Ingvar sat við hliðina á Marcus Rashford, framherja Manchester United, í tíu tíma flugferð frá London til Miami í vikunni. Ingvar ber Rashford einstaklega vel söguna en enski framherjinn byrjaði að spjalla við hann í fluginu.

Rashford verður frá keppni næstu tvo mánuðina og er því ekki í eldlínunni með United þessa dagana. „Hann er meiddur á fæti. Ég gaf honum föðurleg ráð og sagði honum að fara varlega. Hann væri bara 22 ára og þyrfti að nota fæturna alla ævi. Þá vissi ég ekki að þeir væru svona svakalega verðmætir þessir fætur,“ sagði Ingvar ennfremur í stórskemmtilegu viðtali sem lesa má hér.

Fyrri greinÞögla barnið komin í kilju
Næsta greinGlæsilegar sýningar á fyrsta kvöldi Uppsveitadeildarinnar