Ingólfur leikmaður 1. umferðar

Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson var valinn leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hjá Fótbolta.net og 433.is.

Ingólfur átti frábæran leik á miðjunni gegn ÍBV en Selfoss sigraði 2-1 í leiknum og smellti sér á topp deildarinnar. Ingólfur barðist við Guðmund bróðir sinn á miðjunni í leiknum.

,,Kvöldið áður þegar maður ætlaði að peppa sig upp í að spila sinn fyrsta leik og taka á þessum helvítis Eyjamönnum þá var Gummi bróðir við sama matarborð. Við gistum báðir á Selfossi og tókum rúnt og kíktum á völlinn og spjölluðum um liðin,” segir Ingólfur í samtali við fotbolti.net sem lesa má hér.