Ingólfur í Víking R.

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Víking R. frá Selfossi.

Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. Ingólfur er 24 ára gamall, uppalinn á Selfossi en hann lék með Fram 2005 og 2006.

Í kjölfarið gekk hann aftur í raðir Selfyssinga og hjálpaði liðinu að koamst úr 2. deild upp í Pepsi-deildina.

Síðastliðið sumar skoraði Ingólfur eitt mark í fjórtán leikjum með Selfyssingum í deild og í bikar.

Fyrri greinFéll þrjá metra úr stiga
Næsta greinLaugdælir unnu fallslaginn