Ingólfur aftur í Selfoss

Miðjumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðirnar og hefur samið við Selfyssinga um að leika með þeim í 1. deildinni.

Ingólfur er 25 ára gamall og hefur leikið 107 leiki í deild og bikar með Selfossliðinu og skorað í þeim 10 mörk. Ingólfur skipti yfir í raðir Víkinga sl. haust og hefur leikið tvo leiki með liðinu í deild og bikar í sumar.

Ingólfur er uppalinn á Selfossi og lék þrettán leiki með liðinu í Pepsi-deildinni í fyrra auk þess sem hann var lykilmaður í liðinu sem fór uppúr 1. deildinni sumarið 2009.