Ingimundur skákmeistari Selfoss og nágrennis

Ingimundur Sigurmundsson varð skákmeistari Skákfélags Selfoss og nágrennis 2012 en hann var efstur fyrir lokaumferð mótsins og engin náði honum að vinningum þó hann tapaði lokaskákinni.

Hvergerðingurinn Grantas Grigoranas varð annar en jafnir að vinningum í þriðja sæti voru Úlfhéðinn Sigurmundsson, Erlingur Jensson og Þorvaldur Siggason. Úlfhéðinn fékk bronsverðlaunin en hann varð hæstur að stigum.

Talsvert fjör hefur verið í skáklífi SSON undanfarið og þátttakendum á mótum félagsins að fjölga.

Fyrri greinFormannsskipti hjá SASS
Næsta greinBrann til kaldra kola eftir bílveltu