Ingibjörg NM-meistari í bardaga

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, taekwondodeild Umf. Selfoss, varð um helgina Norðurlandameistari í bardaga á NM í taekwondo sem fram fór í Finnlandi. Selfyssingar komu heim með sex verðlaun af mótinu.

Margrét Edda Gnarr vann sömuleiðis silfurverðlaun í bardaga og Guðrún H. Vilmundardóttir vann silfurverðlaun ásamt sínum hópi í hópa-formi.

Þá unnu Davíð Arnar Pétursson, Ísak Máni Stefánsson og Kristín Björg Hrólfsdóttir öll bronsverðlaun í bardaga.

Íslendingar sendu 45 manna hóp á mótið og náði landsliðið sínum langbesta árangri á mótinu frá upphafi; fimm gull, níu silfur og níu brons. Sömuleiðis er þetta langbesti árangur Selfyssinga á sama stórmótinu en keppendur frá Umf. Selfoss unnu ein gullverðlaun, tvö silfur og þrjú brons.

Fyrri greinSnorri Þór sigraði í Jósepsdal
Næsta greinKafarinn yfirheyrður í gær