Ingibergur vann þrenn verðlaun

Landslið Íslands í glímu náði frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í keltnskum fangbrögðum sem fram fór á Tenerife um helgina.

HSK átti tvo fulltrúa á mótinu en Ingibergur J. Sigurðsson, Umf. Laugdæla, keppti í -100 kg flokki. Hann vann til silfurverðlauna í fangi heimamanna, Lucha canarias og sömuleiðis í Backhold. Að lokum náði hann bronsverðlaunum í Gouren.

Hinn HSK-maðurinn, Ólafur Oddur Sigurðsson, formaður Glímusambands Íslands, var dómari á mótinu.