Ingi Rafn með fimm mörk í stórsigri Ægis

Ingi Rafn Ingibergsson skoraði fimm mörk þegar Ægir kjöldró Stál-úlf 10-1 í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Ægismenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik og komust yfir með marki frá Inga Rafni á 20. mínútu. Gestirnir lágu til baka en áttu ágæta spretti fram á við og náðu að jafna tæpum tíu mínútum síðar. Ægismenn skoruðu tvö mörk í kjölfarið og leiddu 3-1 í hálfleik en Predrag Dordevic og Ivan Rasumovis skoruðu mörkin.

Heimamenn réðu lögum og lofum í seinni hálfleik og komust í 7-1 með mörkum frá Arilíusi Marteinssyni, Inga Rafni, Dordevic og Magnúsi Helga Sigurðssyni. Inga Rafni fannst það ekki duga til og skoraði hann þrennu til viðbótar á sjö mínútna kafla undir lokin. Lokatölur urðu því 10-1.

Ægismenn eru nú komnir upp í 4. sæti A-riðils með 10 stig.